YST Bragginn

Bragginn Yst í Öxarfirði er í 26 km fjarlægð frá Þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfrum og Ásbyrgi.
Hann er stúdíó og sýningaraðstaða Ystar.

Bragginn Yst, sem er af amerískri gerð var byggður árið 1964 sem útigöngufjárhús og hlaða og notaður sem slíkur þar til endurbygging hófst aldamótaárið 2000. Hann hefur staðist jarðskjálfta uppá amk 6,2 á Richter og fé sem þar gekk var að jafnaði hraust og þreifst vel.   

Sýningar hafa verið árlegur viðburður í Bragganum Yst frá 2004, ætíð á svipuðum tíma, eða um sumarsólstöður.

Opnunartími frá 11-18.